24.3.2008 | 20:59
Rólegt á Skaganum
Við fjölskyldan eyddum megninu af páskahelgini á Skagnum, í blíðskaparveðri. Að vísu var svoldið kalt á miðvikudagskvöldið. En við vorum samt dugleg að ganga með börn og hunda um Akranes.
Eitt stingur þó í augunn á Akranesi, eins og reyndar víða er málið annasstaðar. Það er deyfðin við höfnina. Þegar við bjuggum á Skaganum 2002 til 2006 var talsvert meira líf við höfnina á Akranesi en er nú, en síðustu 2 ár finnst mér eins og bátum sem róa að staðaldri frá Akranesi fari stöðugt fækkandi. Fyrir ca 20 árum síðan var mjög blómleg smábátaútgerð frá Akranesi, og leyfar af þeirri stórútgerð sem þar var áratugum saman framundir 1980. Líklega má kannski segja sem svo að Akranes sé einn þeirra útgerðabæja sem hvað fyrst fóru að finna fyrir neikvæðum áhrifum kvótakerfissins. Nú er staðan sú að jú það eru 2-3 nótaskip gerð út frá Skaganum einn ísfisktogari og 2 frystitogarar. Málið er að öll þessi skip utan eins eru í eigu HB Granda sem er nú að fara að loka allri fiskvinslu sinni á Akranesi að fiskimjölverksmiðjuni undanskilini. Fyrir um 20 árum síðan var mjög stór trillufloti gerður út frá Akranesi. Því til sönnunar nægir að benda á bókina Íslensk skip og Íslensk skip bátar, en í dag eru trillurnar sárafáar, nánast hægt að telja þær á fingrum annarar handar sem eru í útgerð allt árið eða stóran hluta af árinu. Að vísu er sama sagan og í Hólminum að höfnin er full af smábátum, en flestir þeirra eru meira til sports.
Akraneshöfn er mjög skemmtileg höfn að róa úr og stutt á öll helstu mið. Það er mjög fjölbreytt fiskiflóra sem bátum frá Akranesi stendur til boða. Það er stutt í góð ýsumið í t.d. Hvalfirðinum, ufsa og þorsk á Hraununum og Búðagrunninu. Steinbítur hefur fengist á línu bara rétt norðan við Flösina. Og stutt er á góðar grásleppuslóðir hvort sem er við Skagan sjálfan eða uppi á Mýrum. Það er synd og skömm að svona skuli þetta vera orðið svona við bæjardyrnar á sjálfu Alþingi.