Falleg sjón

Þessa stundina eru 2 nótaskip, Álsey og Kap, að skríða fyrir eldhúsgluggan hjá mér hérna í Keflavíkini (á Hellissandi), í leit að loðnu. Það er kostur að búa svona á sjávarbakkanum með útsýni út á miðin. Í gær fannst loðna hérna rétt innan við Öndverðarnesið og því lögðu nokkur nótaskip í hann hingað vestur. Eitthvað virðist vera rólegt yfir veiðini í dag en þetta getur blossað upp hvenær sem er. Kannski veðrið sé of gott í dag því í gær var sól og norðan gola. Það er því ekki amarleg sjón að sjá þessar sjóborgir á sveimi hérna útifyrir, ekki það að við hérna á nesinu séum óvön því síðan í síldarævintýrinu í Grundarfirði í vetur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég fékk svona vorfíling við að lesa síðasta bloggið þitt, það er ekki sjón að sjá smábátaútgerðina hérna miðað við þegar að við vorum á skakinu Brandur, reyndar eru línutrillurnar að mokfiska en þær eru fáar..Maggi Kiddós er komin með yfir 300 tonn síðan í okt-nóv.

Vonandi finna loðnubátarnir ekki meiri loðnu því að þá verður ráðherra fljótur að bæta við kvótann þeirra.. Ekki man ég eftir að loðnuskipin hafi náð að klára kvótann sinn, það hefur alltaf verið bætt við :(

Símon (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 23:38

2 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Hæ Símon það er rétt hjá þér að nótabátarnir hafa aldrei klárað loðnukvótan til fulls.

Ég var að koma frá Akranesi og það er sama sagan þar og annasstaðar, ekkert að gerast við höfnina. Ég held að þrátt fyrir æti þorsksins sé hreinsað upp og sultaról í sjávarbúinu, að þá virðist vera nóg af fiski á miðunum það eru bara breyttir tímar og hefðir.

KV Brandur

Sigurbrandur Jakobsson, 23.3.2008 kl. 19:15

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband