8.3.2008 | 15:46
Í tilefni dagsins
Mig langar til að vekja athygli hólmara sem og annara á Ljósmyndasafni Stykkishólms, og þá sérstaklega hlut Árna Helgasonar fyrrum póstmeistara í Hólminum í því. Árni féll frá á dögunum kominn á tíræðisaldur og á þessari stundu er útför hans gerð frá hini gullfallegu Stykkishólmskirkju. Þáttur Árna í Ljósmyndasafninu á eftir að verða mikil heimild um líf og störf í Hólminum á árunum 1980 til 1990, því eftir að hafa flett í gegnum það sýnist mér flestar myndirnar vera frá því tímabili. Enda mikil gróska og uppbygging í Hólminum á þeim tíma. Það eru ekki ýkjur en maður getur gleymt sér klukkustundum saman við að skoða þessar myndir hans Árna, ekki kannski vegna þess að þær séu vel teknar eða svoleiðis. Heldur er svo mikil saga og birta yfir þeim. Það er því mín heitasta ósk að meira yrði lagt í þetta góða safn og gert verði átak í að safna meira af myndum í það. Því ég held að þeir séu ansi margir sem lúri á góðum myndum úr Hólminum frá fyrri tíð. Það væri gaman ef fleiri myndir fengjust frá árdögum hörpuskelveiðana 1970-75. Það var víst stór floti heimabáta og aðkomubáta sem stunduðu veiðarnar fyrstu árin og ríkti örugglega gullgrafarastemming þá. Til að mynda var einn þessara báta gamla Aðalbjörg RE 5 sem reyndar fékk einkennisstafina SH 215 meðan hún var við þessar veiðar í Hólminum. Hún er nú því miður að grotna niður á Árbæjarsafninu í Reykjavík. Og er lýsandi dæmi um hvernig við berum virðingu fyrir liðnum tímum.
Athugasemdir
Sæll Brandur.
Það er rétt, maður getur gleymt sér tímanum saman við það að skoða myndasafnið hjá hinum fallna höfðingja, honum Árna Helgasyni. Við Hólmarar erum fátækari eftir að hafa misst þennan mikla höfðingja.
Böddi Stull (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 13:33
Sæll Böddi gaman að heyra í þér. Ég var bara að detta í land.
Það er nú einusinni svo að á þeim 8 árum sem liðinn eru síðan ég fór úr Hólminum í skólan hefur þessum gömlu Hólmurum verið að fækka jafnt og þétt, og það er svoldið skrítið að sjá þá ekki á rölti þegar maður kemur í Hólminn. Það er svo sannarlega rétt hjá þér að það er söknuður af Árna okkar því enginn vildi öllum eins vel og hann. Fyrir utan hvað hagur Stykkishólms var honum hugleikinn fram á síðasta dag.
Bestu kveðjur til þín og þinna Brandur
Sigurbrandur Jakobsson, 13.3.2008 kl. 12:36