Síldin kemur síldin fer

Það er gaman að sjá myndir að vestan úr heimabænum þessa dagana. Síldarflotinn stór og smár inn um öll sund að moka upp silfri hafsins áður en það drepst um allar fjörur með tilheyrandi spjöllum og vandræðum. Verst er að meira er ekki unnið af henni í Stykkishólmi en það sem tilfellur af smærri bátunum. Þessi iðnaður er samt að skila verðmætum og stemmingu inní samfélagið því til góða. Það ætti engum að leiðst í Hólminum þessa dagana. Það er tvent ólíkt með þessu og mörgu öðru sem áberandi er fyrir vestan. Þetta kostar samfélgið á landsvísu ekki neitt nema olíuna á flotan, en sjómenn víða af landinu njóta góðs af á meðan. Svo er jú til staðar annað iðnaður sem lifir á styrkjum af sameiginlegum sjóð okkar en það er auðvitað annað mál í Hólminum sem víða annasstaðar.

Mikil umræða er hvað gera skuli til að loka Kolgrafafirði fyrir síld og margur spekingurinn kallaður til. Ýmislegt hefur verið nefnt en aldrei virðist spáð í að ræða við sjómenn sjálfa og gamla skipstjóra. Ég er að vinna með einum ekki svo gömlum en fyrrum útgerðamanni og skipstjóra og þetta vandamál hefur oft borist í tal. En af þeim aðferðum sem notuðu hefur verið til að hindar að loðna og síld fari ekki úr nót áður en búið er að snurpa er sú að setja loftslöngu niður fyrir opið. Norðmenn skilst mér að beiti svona aðferð óspart og þetta virki vel því þetta sér nkl sú aðferð sem háhyrnigar og smáhvalir nota til að reka síld á undan sér t.d. inná Kolgrafafjörð. Hversvegna væri það þá ekki ráð að leggja loft rör eftir botninum undir brúni og vera með nokkrar stórar loftpressur og dæla upp lofti í gríð og erg og snú þar með vörn í sókn á sama hátt og kvikindin sem líklega eru að hrekja síldina inn í fjörðinn gera.

En eins og annað snúast málin kannski frekar um einhverjar myglaðar illa lyktandi línur sem hafa verið að þvælast fyrir nótaskipunum í Breiðafirði. Svona er nú bara tíðarandinn sumir eru mikilvægari en aðrir. 


« Síðasta færsla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband