12.10.2013 | 21:53
Veistu hver ég var?
Núna áðan var þátturinn Veistu hver ég var á Stöð 2 með Sigga Hlö í aðalhlutverki ásamt 80s tónlist. Þetta kallar fram ljúfar minningar úr Breiðafirðinum og Stykkishólmi frá .þessum árum.
Segja má að einn hluti stemmingarinar hafi byrjað sumarið 1984. Þá keyptum við gamli þ.e. faðir minn færeying smíðaðan í Mótun 1977 með smíðanúmerið 3 og skírðum hann Önnu SH 49 eftir ömmu minni Önnu Jakobsdóttur. Eftir smá endurhalningu var straujað uppí Kollafjörð í þang og þar var maður í tæpa 3 mánuði í hörku útilegu. Á þessu ári var RUV með einkaleyfi til útsendinga og hafði 2 rásir til útsendingar. Rás 2 var þá ekki orðin ársgömul og sendi bara út á FMtíðni en Rás 1 á langbylgju. Í bátnum var bara lélegt langbylgjuútvarp og allt sumarið varð maður að hlusta á Gufuna nema á föstudags og laugardagskvöldum var rás 2 næturútvarp sent út á langbylgju rásar 1 eftir miðnætti það var því með glöðu geði sem maður vildi vera útí fjörunum að slá á þessum dögum sem maður náði næturútvarpinu með Stefáni Jóni Hafsteinn
Þetta var bara stuð og stemmari eins maðurinn sagði. Næstu ár sem fylgdu á eftir voru og eru böðuð ljóma í minninguni þegar maður var t.d. að róa haustin 1989 og 90 frá Stykkishólmi og alveg framundir haustið 1999 en þá urðu breytingar á og maðurinn sem aldrei ætlaði að yfirgefa Breiðafjörðinn endaði á Akureyri eftir miklar hremmingar sem upphófust þegar hann gerðist íbúi í sveitarfélaginu Neshreppi utan Ennis :(