24.12.2011 | 14:22
Svona í tilefni jóla og áramóta
En en jólin að koma í bæinn, og í þetta sinn í perlu austurlands Egilsstöðum. Um ástæður þess að nú eru jól hjá mér á Egilsstöðum, af öllum stöðum ætla ég ekki að segja frá að sinni, heldur velta fyrir mér öðrum hlutum.
Nú um áramótin tekur gildi ný reglugerð frá Jóni Bjarnasyni sjávarútvegsráðherra, sem ég fullyrið að á eftir að hafa slæm áhrif á þó ekki væri nema matarmenningu Íslendinga, að ekki sé nú talað um afkomu talsverðs hóps sjómanna, auk þess sem bryggjumenningin við Breiðafjörð verður endanlega fátæklegri fyrir vikið. Reglugerð Jóns bónda um bann við lúðuveiðum með haukalóð, og algert bann við lúðuveiðum með beinum eða óbeinum hætti er en ein hneysa þessarar ríkistjórnar, sem greinilega ætlar að reyna til þrautar að gera fólkinu sem landið byggir, það eins óbærilegt og kostur er, en á meðan skarar hún eld að köku, einkavina og fjámálamanna sem með sínum eftirminnilega hætti komu henni í raun til valda. Þegar þessi ríkistjórn komst til valda var öllu fögru lofað, eins og að koma hönum yfir þá sem riðu fjármálakerfinu til falls haustið 2008, færa strandveiðibyggðinum aðganginn að afkomu sinni til baka, draga úr óþarfa ríkisútgjöldum, til að reyna að koma í veg fyrir ólíðanlegan niðurskurð á nausynlegri þjónustu, og hvað hefur verið gert í þessu þernnu?? Engin hefur en verið dreginn til ábyrgðar vegna 2008, strandveiðbyggðunum var afhentur kappróðrapottur, sem reyndar LÍÚ segir að hafi verið stolið frá þeim, og á meðan niðurskurður í heilbrigðisþjónustu og annar nauðsynlegri þjónustu fyrir fólkið er skorinn niðurfyrir líðandi mörk og það langt niðurfyrir, eru laun og rekstrakostnaður embættismanna og þingmanna hækkaður langt uppfyrir það sem líðandi er, og Jóhanna og Steingrímur fara bara í fýlu ef einhver vogar sér að minnast á þetta.
En á meðan sú langa hefð sem lúðuveiðar á Íslandsmiðum er að verða að baki, kom Hólabóndinn í fréttirnar á þessum friðsælasta degi ársins og sagðist bjartsýn á loðnuveiðar, þrátt fyrir að lítið hafi fundist af loðnu, og skip Hafrannsóknarstofnunar, hafi legið margar vikur í höfn vegna verkfalls undanfarnar vikur. Menn þar um borð eru víst ekki nógu merkilegir til að fá samsvarandi launahækkanir og merkilegri menn eins og hjá FME og svoleiðis. En staðan er því sú að en eina loðnuvertíðina er óljóst um magn loðnu til að veiða, en samt skal veiða hana, en í aldir hefur lúðan gefið sig misvel á króka landsmanna, en samt á endanum hlaupið á, og nú skal með öllu banna að koma með svosem eins og eitt kvikindi á grillið. Hvað er að gerast hjá stjórn hinna vinnandi stétta, og er að verða svo mikil munur á okkur og Norður-Kóreu?? Hlaupum við kannski hágrátandi út á götur og torg, þegar þessi stjórnarómynd loksins hröklast frá?