30.4.2010 | 15:47
Loksins eigum við sjávarútvegsráðherra sem þorir.
Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra og minn gamli dönskukennarinn er maður sem þorir að taka umdeildar ákvarðanir, og hleypa lífi í hafnir landsins. Eftir niðurrifsár Sjálfstæðisflokksins til lands og sveita fer maður að eyja von um betri tíð og blóm í haga.
Mikill gróska hefur verið í bátasölu í vetur og margir bjartsýnir um að geta loksins orðið sjálfs síns herrar í útgerð á ný. Mér og mörgum öðrum hefur verið legið það á ámæli að vera að læðast en á ný bakdyrameginn inní kerfi, eftir að hafa hætt og selt frá okkur aflaheimildir. En svo einfalt er það nú ekki því meginástæðan fyrir því að maður hætti var sú að stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar var farinn að þjarma svo að frjálsum krókaveiðum smábáta að þetta var bara ekkert orðið spennandi og skilaði mani bara tekjum í 2-3 mánuði á ári. Á árunum 1990-6 hafði maður lifibrauð af þessu allt árið nánast.
Ég styð við bakið á mínum gamla kennara, hafðu þökk fyrir Jón Bjarnason
Frumvarp um strandveiðar samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mjög gott mál.
Árni Björn Guðjónsson, 30.4.2010 kl. 16:17