Síldin kemur síldin fer

Það er gaman að sjá myndir að vestan úr heimabænum þessa dagana. Síldarflotinn stór og smár inn um öll sund að moka upp silfri hafsins áður en það drepst um allar fjörur með tilheyrandi spjöllum og vandræðum. Verst er að meira er ekki unnið af henni í Stykkishólmi en það sem tilfellur af smærri bátunum. Þessi iðnaður er samt að skila verðmætum og stemmingu inní samfélagið því til góða. Það ætti engum að leiðst í Hólminum þessa dagana. Það er tvent ólíkt með þessu og mörgu öðru sem áberandi er fyrir vestan. Þetta kostar samfélgið á landsvísu ekki neitt nema olíuna á flotan, en sjómenn víða af landinu njóta góðs af á meðan. Svo er jú til staðar annað iðnaður sem lifir á styrkjum af sameiginlegum sjóð okkar en það er auðvitað annað mál í Hólminum sem víða annasstaðar.

Mikil umræða er hvað gera skuli til að loka Kolgrafafirði fyrir síld og margur spekingurinn kallaður til. Ýmislegt hefur verið nefnt en aldrei virðist spáð í að ræða við sjómenn sjálfa og gamla skipstjóra. Ég er að vinna með einum ekki svo gömlum en fyrrum útgerðamanni og skipstjóra og þetta vandamál hefur oft borist í tal. En af þeim aðferðum sem notuðu hefur verið til að hindar að loðna og síld fari ekki úr nót áður en búið er að snurpa er sú að setja loftslöngu niður fyrir opið. Norðmenn skilst mér að beiti svona aðferð óspart og þetta virki vel því þetta sér nkl sú aðferð sem háhyrnigar og smáhvalir nota til að reka síld á undan sér t.d. inná Kolgrafafjörð. Hversvegna væri það þá ekki ráð að leggja loft rör eftir botninum undir brúni og vera með nokkrar stórar loftpressur og dæla upp lofti í gríð og erg og snú þar með vörn í sókn á sama hátt og kvikindin sem líklega eru að hrekja síldina inn í fjörðinn gera.

En eins og annað snúast málin kannski frekar um einhverjar myglaðar illa lyktandi línur sem hafa verið að þvælast fyrir nótaskipunum í Breiðafirði. Svona er nú bara tíðarandinn sumir eru mikilvægari en aðrir. 


Veistu hver ég var?

Núna áðan var þátturinn Veistu hver ég var á Stöð 2 með Sigga Hlö í aðalhlutverki ásamt 80s tónlist. Þetta kallar fram ljúfar minningar úr Breiðafirðinum og Stykkishólmi frá .þessum árum.

Segja má að einn hluti stemmingarinar hafi byrjað sumarið 1984. Þá keyptum við gamli þ.e. faðir minn færeying smíðaðan í Mótun 1977 með smíðanúmerið 3 og skírðum hann Önnu SH 49 eftir ömmu minni Önnu Jakobsdóttur. Eftir smá endurhalningu var straujað uppí Kollafjörð í þang og þar var maður í tæpa 3 mánuði í hörku útilegu. Á þessu ári var RUV með einkaleyfi til útsendinga og hafði 2 rásir til útsendingar. Rás 2 var þá ekki orðin ársgömul og sendi bara út á FMtíðni en Rás 1 á langbylgju. Í bátnum var bara lélegt langbylgjuútvarp og allt sumarið varð maður að hlusta á Gufuna nema á föstudags og laugardagskvöldum var rás 2 næturútvarp sent út á langbylgju rásar 1 eftir miðnætti það var því með glöðu geði sem maður vildi vera útí fjörunum að slá á þessum dögum sem maður náði næturútvarpinu með Stefáni Jóni Hafsteinn

Þetta var bara stuð og stemmari eins maðurinn sagði. Næstu ár sem fylgdu á eftir voru og eru böðuð ljóma í minninguni þegar maður var t.d. að róa haustin 1989 og 90 frá Stykkishólmi og alveg framundir haustið 1999 en þá urðu breytingar á og maðurinn sem aldrei ætlaði að yfirgefa Breiðafjörðinn endaði á Akureyri eftir miklar hremmingar sem upphófust þegar hann gerðist íbúi í sveitarfélaginu Neshreppi utan Ennis :(


Smá hugleiðing um sveitarfélag á suðurlandi

Nýverið sá ég grein í vefmiðli þar sem kunnuglegan stað bar á góma Þorlákshöfn. Jú og hvað tengir Þörlákshöfn við mig??

Þorlákshöfn varð til uppúr 1950 sem sjávarpláss og útgerðarstaður ekki kannski fallegasta bæjarstæði landsins en á sinn sjarma :) Faðir minn var einn af frumbýlingum 1951 þegar Egill Thorarensen o.fl voru að koma af stað útgerð og gamli Meitilinn varð til og upphafið af þessu en faðir minn var vélstjóri og skipstjóri á 2 af 4-5 bátum sem Meitilinn átti á þessum fyrstu árum Brynjólfi ÁR 2 og Jóni Vídalín ÁR 205. Seinna meir flutti móðir mín og bróðir í Þorlákshöfn og sumarið 2001 réri ég þaðan á Aðalbjörgu RE 5 frá Reykjavík og þau urðu nú fleiri sumurinn í Þorlákshöfn plús ein netavertíð og hálf að auki. Síðast réri ég sumarið 2008 á Friðriki Sigurðssyni ÁR 17 á humar.

Á mínu uppvaxtarheimili var talað um Þorlákshöfn með mikili virðingu og hún alltaf nefnd sínu nafni en eftir að bróðir minn bjó þar og náði sér í maka frá Þorlákshöfn heyrði ég oft reyndar talað um Höfnina og eins var það gert þegar ég var á Sæfara ÁR 170, en um daginn var bleik brugðið.

Aðra eins óvirðingu finnst mér þessum stað vera sýnd eins og kalla hann Þolló hvað er að segi ég nú bara????


Fallegt haust

Haustið er fallegt hér við Eyjafjörðinn það er ekki ofsögum sagt. Haustið gat líka verið fallegt á Djúpavogi í Stykkishólmi og í Súðavík. Síst var það fallegt í Neshreppi utan Ennis en útsyningurinn getur verið eins fallegur og hann er þeytandi við Faxaflóan það sá ég nú í vikuni. Stundum er eins og náttúran veður og vindar endurspegli mannlífið með köflum við Djúpavog er veðrið frekar hlutlaust og eins má segja um mannlífið fólk þar tekur öllum eins í Súðavík var veðrið alltaf fallegt og sama má segja um halloka samfélagið þar, í Stykkishólmi er veðrið breytilegt og fjölbreytt sama á við um mannlífið en ég er nú kannski ekki dómbær enda bullandi hlutdrægur þar. Á Hellissandi var alltaf kalt hvasst og blautt sama átti við um mannlífið kuldinn alsráðandi og grátur alla daga. Öfugt við þetta er mannlíf við Faxaflóan töffaraskapurinn einkennir útsýninginn þar og allir alltaf brosandi.

 

Það voru góðir og fjölbreyttir dagar sem við áttum á Akranesi í heila viku og okkur leið rosalega vel en mikið var gott að koma heim og nú tekur við vinna og flutningar í annað hverfi hjá okkur fjölskyldunin úr 600 í 603 þorpið.

ÁFRAM ÞÓR


Í kjölfar hamfara

Nú eru liðin rúm 2 ár frá því við gerðumst flóttamenn frá Hellissandi, og síðan hefur margt gerst og gengið á. Hæðst ber þó fæðing yngsta sonarins 26 ágúst síðastliðinn en þar á eftir allt það góða fólk sem við kynntumst fyrir austan sérstaklega á Djúpavogi. Vinskapurinn við það mun vonandi lifa um ókomna tíð til æviloka. Sama má segja um vinnufélaga mína á Egilsstöðum mikið heiðursfólk sem tók okkur opnum örmum.

Það er ekki að gamni sínu sem maður tekur sig upp eftir 4 ár á sama stað og rúma 4 áratugi á vestari helming landsins. Árin á Hellissandi voru okkur öllum mjög erfið og en þann dag í dag er maður að jafna sig á mörgu sem maður horfði uppá þar og í tengslum við þetta líka. Ég vil ekki kenna mig við einn sérstakan stað við innan verðan Breiðafjörðinn allir sem til mín þekkja vita náttulega að meira en helmig ævinar bjó ég í Stykkishólmi eða um 25 ár ef síðustu 2 árinn sem ég átti lögheimili þar eru tekin með. En aðrir vita að sjálfsögðu að ég á rætur úr Gufudalssveit eins og sá mæti maður Jón Gnarr. Öll mín uppvaxtarár í Stykkishólmi og reyndar frá því ég var púki á Reykhólum snérist lífið um sjóinn, trillurnar, þangslátt eyjarnar, siglingaleiðir um innanverðan Breiðafjörðinn og svo mætti lengi telja. Mannlíf á mínum heimaslóðum beggja vegna fjarðar var að sjálfsögðu breytilegt og margir kóngar og prinsar en allt hið mætasta fólk. Uppvaxtarárin í Stykkishólmi snérust að sjálfsögðu um hörpudiskin sem þá var auðlind byggðarlagsins og skilaði auði inní samfélagið sem en heldur vissum þáttum mannlífsins þar gangandi, þó kominn séu 11 ár frá því að síðustu skelini var landað í Hólminum. Sjálfur tók ég svo þátt í uppsvefluni sem kom með auknum smábátaumsvifum þar eins og víða um land á þeim tíma sem var dásamlegur tími.

En í dag er mér ekki skemmt hvað heimabyggðina mína varðar (Stykkishólm). Mér finnst að viss öfl séu farin að vaða þarna uppi sjálfum sér til góðs öfugt við það sem þessir gömlu jaxlar gerðu í uppbyggingu auðlidarinar á árunum 1970-90. Ég vona að nota bene Hólmarar geri sér grein fyrir því að það kemur ekkert það sem nú á sér stað fyrir vestan í staðinn fyrir uppganginn í veiðum og vinnslu á hörpuskel nema náttulega eins og annasstaðar í landinu ferðaþjónustan. Það gleður mig hvað búið er að gera marga góða hluti í ferðaþjónustu í Hólminum og það var svo sannarlega ekki byggt upp á einni nóttu. Eftir hátt í 30 ára vegferð í þessari uppbyggingu virðist þessi geiri fyrir vestan vera farinn að skila góðum og vel launuðum störfum. Enda er mitt fólk þar búið að vinna mikið og oft á tíðum vanþakklátt starf gegnum þessi 30 ár. Sama sá maður á Djúpavogi hjá Papeyjarferðum eftir 20 ára baráttu og mikið þrek er fyrirtækið á beinni braut.

Það eru margir að gera góða hluti í Stykkishólmi án þess að láta mikið á sér bera sem góðra Hólmara er siður líklega dæmi ég sjálfan mig ekki góðan Hólmara með þessum ummælum en ég fór jú fyrir 11 árum. En ég hef trú á öllum þeim sem eru að gera góða hluti í Hólminum :)


Svona í tilefni jóla og áramóta

En en jólin að koma í bæinn, og í þetta sinn í perlu austurlands Egilsstöðum. Um ástæður þess að nú eru jól hjá mér á Egilsstöðum, af öllum stöðum ætla ég ekki að segja frá að sinni, heldur velta fyrir mér öðrum hlutum.

Nú um áramótin tekur gildi ný reglugerð frá Jóni Bjarnasyni sjávarútvegsráðherra, sem ég fullyrið að á eftir að hafa slæm áhrif á þó ekki væri nema matarmenningu Íslendinga, að ekki sé nú talað um afkomu talsverðs hóps sjómanna, auk þess sem bryggjumenningin við Breiðafjörð verður endanlega fátæklegri fyrir vikið. Reglugerð Jóns bónda um bann við lúðuveiðum með haukalóð, og algert bann við lúðuveiðum með beinum eða óbeinum hætti er en ein hneysa þessarar ríkistjórnar, sem greinilega ætlar að reyna til þrautar að gera fólkinu sem landið byggir, það eins óbærilegt og kostur er, en á meðan skarar hún eld að köku, einkavina og fjámálamanna sem með sínum eftirminnilega hætti komu henni í raun til valda. Þegar þessi ríkistjórn komst til valda var öllu fögru lofað, eins og að koma hönum yfir þá sem riðu fjármálakerfinu til falls haustið 2008, færa strandveiðibyggðinum aðganginn að afkomu sinni til baka, draga úr óþarfa ríkisútgjöldum, til að reyna að koma í veg fyrir ólíðanlegan niðurskurð á nausynlegri þjónustu, og hvað hefur verið gert í þessu þernnu?? Engin hefur en verið dreginn til ábyrgðar vegna 2008, strandveiðbyggðunum var afhentur kappróðrapottur, sem reyndar LÍÚ segir að hafi verið stolið frá þeim, og á meðan niðurskurður í heilbrigðisþjónustu og annar nauðsynlegri þjónustu fyrir fólkið er skorinn niðurfyrir líðandi mörk og það langt niðurfyrir, eru laun og rekstrakostnaður embættismanna og þingmanna hækkaður langt uppfyrir það sem líðandi er, og Jóhanna og Steingrímur fara bara í fýlu ef einhver vogar sér að minnast á þetta.

En á meðan sú langa hefð sem lúðuveiðar á Íslandsmiðum er að verða að baki, kom Hólabóndinn í fréttirnar á þessum friðsælasta degi ársins og sagðist bjartsýn á loðnuveiðar, þrátt fyrir að lítið hafi fundist af loðnu, og skip Hafrannsóknarstofnunar, hafi legið margar vikur í höfn vegna verkfalls undanfarnar vikur. Menn þar um borð eru víst ekki nógu merkilegir til að fá samsvarandi launahækkanir og merkilegri menn eins og hjá FME og svoleiðis. En staðan er því sú að en eina loðnuvertíðina er óljóst um magn loðnu til að veiða, en samt skal veiða hana, en í aldir hefur lúðan gefið sig misvel á króka landsmanna, en samt á endanum hlaupið á, og nú skal með öllu banna að koma með svosem eins og eitt kvikindi á grillið. Hvað er að gerast hjá stjórn hinna vinnandi stétta, og er að verða svo mikil munur á okkur og Norður-Kóreu?? Hlaupum við kannski hágrátandi út á götur og torg, þegar þessi stjórnarómynd loksins hröklast frá?


Góðir hálsar

Ég sá nýlega fréttaskýringu á Stöð 2 um þrætueplið sem Ögmundur bjó til í Gufudalssveit, þar sem málið var skoðað frá hinum ýmsu sjónarhornum. Meðal annara var rætt við stórbóndan, Hallgrím Jónsson á Skálanesi, sem að mig minnir er kominn á níræðisaldurinn, og er alinn upp í sveitini og þekkir hvern krók og kima hennar eins og lófana á sér. Ég leyfi  mér allavega að fullyrða að hann þekki Galtarárland örugglega betur en ég til fjalls og fjöru. Eins þótti mér það sniðug lýsing hjá Kristjáni Unnarssyni fréttamanni að væri maður villtur í Teigsskógi þá væri nóg að standa upp, svo merkilegur er nú þessi blessaði skógur og ekkert öðruvísi en skóglendið á Galtará sem dæmi, eða í vestanverðum Djúpafirðinum þar sem Ögmundur ætlar í sínu einræði að fara með veginn um.

Þegar vegurinn var endurnýjaður frá Skálanesi og inní Kollafjörð að Klettshálsi fyrir nokkrum árum, fór hann að sjálfsögðu gegnum Galtarárlönd og aðallega fjörur. Vegagerðin sendi okkur til umsagnar gögn um veglínu og væntanlega efnistöku, í landareignini. Vissulega var maður svo sem með blendnar tilfiningar, þegar maður sá væntanlega veglínu og svo náttulega líka þegar maður skoðaði veginn þegar hann var kominn í gagnið. Flestir eigenda jarðarinar höfðu lítið við þetta að athuga, en að minsta kosti ég og bróðir minn gerðum strax athugasemdir við efnistöku á jörðini. Okkur fannst einfaldlega of mikið tekið og á of mörgum stöðum. Bróðir minn fór á fund með Vegagerðarmönnum og þeir tóku þessu öllu vel, og fækkuðu efnistökustöðunum og minkuðu efnistökuna. Auk þessa benti ég þeim á hugsanlegar fornleyfar, sem þyrfti að rannsaka áður en vegurinn yrði lagður yfir þær, og það var sama sagan, nánast um leið var gerð ransókn. Eitt af þeim rökum sem landeigendur í Þorskafirði og á Hallsteinsnesi hafa notað gegn vegalagninguni eru spjöll á fornminjum!!!. Reyndar kom svo í ljós að minjarnar á Galtará voru ekki eins merkilegar og ætla mætti, og ekki það merkilegar að þeim yrði þyrmt. Það sem um var að ræða var samkvæmt sögusögnum dys, en í ljós kom svo að enginn leyndist fornmaðurinn þar undir heldur grjót hleðsla sem talið var að væri fornt siglingamerki.

 Svæði það sem leggja á veginn samkvæmt úrskurði Ögmundar er jafn merkilegt og hríslurnar í Teigsskógi ef ekki merkilegra. Upp Hjallahálsinn frá Þorskafirði, er líka hrísluvaxið land, og uppi á hálsinum eru vötn og mikið um merka steina og grjót. Eins er það von mín að gamla vegastæðið niður í Krossgilið verði ekki fyrir raski, því en sést móta vel fyrir veginum gamla. Mig hefur reyndar lengi langað að fara og skoða hann betur. Í Djúpafirðinum innanverðum er mikið fuglalíf, sé í lagi dvelur þar oft mikið af álft. Um það svæði sem hún heldur sig á fer vegurinn líklega um að mestu. Rök landeigenda á Hallssteinsnesi og náttúruverndarsamtaka er að arnarvarp, verði í hættu sé farið um Hallsteinsnes. Örninn er þá greinilega rétthærri álftini, eða er þetta sami grátkórinn og grét þegar andófið var sem mest móti Gilsfjarðarbrú. Örn og einhverjir smáfuglar áttu að vera í stórhættu við þá framkvæmd og svo ramt var kveðið að framkvæmdir voru stopp yfir viðkvæmasta tíman hjá erninum varpið. Í dag er Örninn en í Gilsfirði, rúmum áratug seinna, og annað fuglalíf hefur ekki beðið stóran skaða þar, en ummæli féllu á sínum tíma á þann veg að, hugsanlega væru stæðstu umhverfisspjöll á þeim tíma í uppsiglingu!! Nú í vestanverðum Djúpafirði og upp Ódrjúgsháls, er nákvæmlega sama kjarrið og er frá Gröf og út að Hallsteinsnesi, og örugglega jafnmargar fornminjar líka. Þar er eitt eyðibýli Miðhús, sem er reyndar búið að vera í eyði í ja allavega öld og er örugglega jafnverðugt ransóknarefni og í Þorskafirðinum. Frá Miðhúsum og fyrir Grónes er samfellt kjarr, og fjöldi sumarhúsa, þar á meðal hús í eigu Starfmannafélags Landhelgisgæslunar. Upp og yfir Ódrjúgsháls er svo mjög gróið og eins þegar kemur yfir og í Brekkulandið. Mjög fallegt landsvæði sem á eftir að umturnast við veginn hans Ögmundar. Er þetta þá flokkað af Ögmundi og landeigendum í Þorskafirði sem annasflokksland, eða þá Galtarárland er það þá líka í sama flokki, að mati þessa sömu landeigenda.

Á Galtará varð mikið rask og miklar breytingar. Hluti fjörunar neðan við bæinn var tekinn undir veginn og ýmislegt sem mér og fleirum þaðan var kært hvarf undir veginn. Eins var mikið efni tekið, bæði grjót og möl. Skóglendið liggur reyndar þannig að það slapp að mestu, en ásýnd fallegara fjöru og lendingarinar á Galtarár breytist mjög.

Það er þvi mín hugmynd svona í lokin að verði þetta öllu illu heilli endanleg niðurstaða, að þá verði hálsarnir nefndir í eitt nafn Ögmundarhálsar


Vegagerð í Gufudalssveit

Það er orðið langt síðan ég setti staf á blogg, en nú get ég ekki þagað lengur, (þó sumir vildu það kannski). Það sem mér liggur þungt á hjarta núna, og það mjög þungt er þróun mála í sveitini minn Gufudalssveit.  Sú stefna sem sem vegalagning um Gufudalssveitarhluta Reykhólahrepps, er þeim sem hana ætlar að taka með einvaldi sínu til ævarandi minkunar og skammar, innanríkisráðherranum Ögmundi Jónassyni. Mest sátt og vonir eru við láglendisveg yfir Þorskafjörð frá Kinnarstöðum, og þaðan út með Þorskafirði gegnum Gröf og Teigskóg, út á Hallsteinsnes, þaðan yfir Djúpafjörð og Gufufjörð í Skálanes, en þá er komið saman við nýjan veg sem nær samfelt yfir Klettsháls, en í Múlasveit er en kafli fyrir Litlanes sem á að fara í framkvæmdir á næstuni, svo þá er þrætu eplið sem Ögmundur bjó til það eina sem eftir er í endurnýjun vega í Reykhólahreppi.

Sú leið sem Ögmundur vill fara í andstöðu við heilt hérað, er að fara þá leið sem fyrir er, um hálsana. Leið sem er snjóþung og illviðrasöm. Leið sem aldrei verður sátt um. Leið sem veldur mun meira raski en nokkurntíman að fara B leiðina um Teigskóg. Leið sem aldrei á eftir að styrkja byggð á sunnanverðum Vestfjörðum. Leið sem hlýtur að verða þegar upp er staðið mun kostnaðarsamari en sú leið sem hann vill ekki heyra minnst á. Raunhæfasti kosturinn í stöðuni væri eftir alltsaman að fara sér hægt, fresta ákvörðunum, og fullkanna frekari möguleika á þessum leiðum A og B. Leið A lægi þá framhjá Reykhólum, sem en gæti aukið möguleika á uppgangi þar í þjónustu við ferðamenn og í mörgu fleiru og gæti því en frekar styrkt stoðir undir blómlega byggð þar og fjölbreytni í atvinnulífi. Frá Reykhólum lægi svo leiðin út að Stað og þaðan yfir Þorskafjörð yfir í Skálanes. Stytting um tugi kílómetra, en ég er ekki alveg með þá tölu í handraðanum. Í Staðarhöfn er nú þegar að byggjast um talsverð ferðaþjónusta kringum siglingar útí Breiðafjarðareyjar og um norðanverðan Breiðafjörðinn. Stæðsti kosturinn er samt sá að svæðið frá Kinnarstöðum í Skálanes sleppur alveg við það mikla rask sem fylgir því að leggja upphleyptan veg.

Auk þessa myndi það en frekar styrkja byggð og möguleika á frekari byggð undir Reykjanesi, á Skálanesi og alveg inní Kollafjörð auk þeirra bæja sem en eru í byggð í Gufudal. Það er kannski verra með Djúpadal, en hann lendir eiginlega þarna á milli en það er víst ekki allt fengið. Í Kollafirði er byggð að leggjast af og hefur svo verið í gerjun í ein 30 ár. Nú held ég að Skálanes sé eini bærinn í byggð á því svæði sem segja má að teljist til Kollafjarðar. Það sem hefur því aðallega valdið að svo er komið fyrir Kollafirði er hve afskekt er vegna slæms vegasambands og fjarlægðar við Reykhóla. Samt blasa turnarnir í Karlsey við frá Skálanesi séð í svo stuttri fjarlaægð að það er grætilegt.

En þessum möguleikum ætlar Ögmundur Jónasson öllum að fórna fyrir sína heimskulegu ákvörðun og Salomónsdóm. Vonandi endurtekur sig ekki 50 ára gömul saga, þegar vegur var lagður á tvo bæi á Bæjarnesi uppúr 1960. Tveim árum eftir að vegurinn kom fóru þeir í eyði. Það sem ég meina er að ekki verði lagður vegur sem stuðlar frekar en hitt að því að byggð í einhverjum hlutum eða öllum Reykhólahreppi leggist af.

 Láttu nú af hrokanum Ögmundur og hlustaðu á fólk. Í sjónvarpsviðtali í gær krafðist þú þess að aðrir heilt hérað breytti sínum hugsanahætti, fólk sem bara vill geta búið í sínu héraði í sátt og öryggi. En Ögmundur þú vilt ekki á það hlusta. Sem stoltur landeigandi í Gufudalssveit og það Kollafirði, leyf ég mér að fullyrða það Ögmundur, að ef þú skoðar málið af skynsemi en ekki hroka, gætu kraftaverkin farið að gerast og þín minnst með mikili virðingu og hlýju.


Gleðileg jól

Einar og systur hans 021

Loksins eigum við sjávarútvegsráðherra sem þorir.

Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra og minn gamli dönskukennarinn er maður sem þorir að taka umdeildar ákvarðanir, og hleypa lífi í hafnir landsins. Eftir niðurrifsár Sjálfstæðisflokksins til lands og sveita fer maður að eyja von um betri tíð og blóm í haga.

Mikill gróska hefur verið í bátasölu í vetur og margir bjartsýnir um að geta loksins orðið sjálfs síns herrar í útgerð á ný. Mér og mörgum öðrum hefur verið legið það á ámæli að vera að læðast en á ný bakdyrameginn inní kerfi, eftir að hafa hætt og selt frá okkur aflaheimildir. En svo einfalt er það nú ekki því meginástæðan fyrir því að maður hætti var sú að stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar var farinn að þjarma svo að frjálsum krókaveiðum smábáta að þetta var bara ekkert orðið spennandi og skilaði mani bara tekjum í 2-3 mánuði á ári. Á árunum 1990-6 hafði maður lifibrauð af þessu allt árið nánast.

Ég styð við bakið á mínum gamla kennara, hafðu þökk fyrir Jón Bjarnason

 

 

 

 

 


mbl.is Frumvarp um strandveiðar samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband