Átökin verða ofbeldifyllri með hverjum degi.

Aldrei hefði ég getað ímyndað mér að á Íslandi myndu skapast þær aðstæður sem nú eru raunveruleikinn. Það eru bara um 5 ár síðan allir voru kátir og glaðir, í sem dæmi fasteignakaupahugleiðingum, enda bankarnir sem þá voru einkabankar nota bene, með nóg af peningum og kepptust við að bjóða fólki að kaupa á 100% láni og helst bíla- og húsbílalán með. Útrásin svokallaða var að skila okkur þúsundum milljarða, og ekkert lát myndi verða á þessu.

En svo kom nú víst að því síðast liðið haust eftir reyndar mikla samdráttarsveiflu, að þetta var bara ekki svona einfalt, og útrásin bara ein risastór blekking, og þeir einu sm högnuðust á þessu voru óprúttnir banka-og fjármagnssukkarar.

Ofbeldi á ekki nokkurn rétt á sér, hverjar sem aðstæður eru, en það er þó skiljanlegt að fólk sé mjög reitt eftir þann blekkingarvef sem það og þjóðin er flækt í. Orsök þessa óábyrgða sukks nokkra óvandaða bankamann kemur nú að fullum þunga á fólkið í myndum atvinnumissis og svimandi hárra skulda sem fara hækkandi með hverjum degi, hversu mikið sem borgað er af þeim. Á meðan þessu framvindur ganga þessir ólánssömu banka-og fjámálasukkara lausir og sumir voru jafnvel í vinnu í bönkunum eftir hrunið eins og ekkert hafi í skorist. Mönnum hefur verið stungið í gæsluvarðhald af minna tilefni en þetta. Formaður Félags fjárfesta talaði á Bylgjuni í gærmorgunn um landráð, og í öðrum löndum væri grunur um landráð nóg til að stinga mönnum inn í steininn þangað til annað sannast.

En á meðan höfuðsökudólgarnir ganga lausir blæðir fólki og lögreglumönnum, og átök á borð við það sem við höfum verið að horfa uppá frá því á Gamlársdag stigmagnast, og á endanum lætur einhver lífið. Ríkisstjórnin er ráðalaus, og veit ekkkert hvað skal til bragðs taka. Forsætisráðherra fer að fara með veggjum af hræðslu við skrílinn, og þorir ekki einusinni að horfast í augu við sívaxandi kröfu fólksins um kosningar, af ótta við að lenda á vergangi með öllum hinum.

Kannski erum við bara að horfa á toppinn af því sem á eftir að koma, og enginn virðist ætla að vera dreginn til ábyrgðar, og allra síst þeir sem afsökuðu óraunverulega há laun sín með mikili ábyrgð! 


mbl.is Tveir lögreglumenn slasaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband