Strandveiðar. Tilraun brátt á enda komin.

Ein af hugmyndum Vinstri græna fyrir kosningar var frjálsar veiða handfærabáta úti fyrir ströndum landsins, eða strandveiðar eins og þeir nefndu það og nefna en í dag. Ég er búinn að vera með minn bát í þessu kerfi og er hann með þeim minni í þessu kerfi og var sá minnsti, sem landaði hérna í Rifi um daginn. Hann er 2,84 tonn og búinn þrem gömlum DNG handfærarúllum. Stæðsti báturinn sem landaði hérna er um 40 tonn. Margfalt stærri.

Í sjálfu sér er þessi hugmynd "strandveiðar" ekki svo galin í sjálfu sér, en útfærslan á henni eru hrapaleg mistök frá upphafi til enda. Mestu mistökin eru þau að vera að hleypa of stórum og óhagkvæmum bátum á þessar veiðar til að veiða aðeins 800 Kg á dag á 14 tímum. Of stór hluti afrakstursins fer í kostnað, sérstaklega olíu. Skipting þessar tæplega 4000 tonna á milli svæðana 4 er kolröng eins og hefur sýnt sig og miklar líkur eru á því að ekki náist nema svona eins og 3000 tonn af þessum potti vegna þess að of litlu magni er skipt á svæði A Eyja og Miklaholtshreppi að Skagabyggð. Veiðarnar á A svæðinu voru stöðvaðar þegar 100 tonn voru þó eftir og á öllum hinum svæðunum B, C og D næst skammturinn sem ætlaður var fyrir júní og júlí ekki. Hver er svo ástæðan?

Eins og flestir sem eitthvað vita um handfæraveiðar og útgerð, þá er aðal handfæraveiðin oftast nær mest á þessu svæði, þ.e. A svæði, yfir sumartíman. Eins eru flestir bátarnir hérna á A svæðinu eða um 180-190 af þeim 500 sem leyfi hafa til strandveiða.

Verði farið í svona ævintýri aftur er eins gott að Sjávarútvegsráðuneytið útfæri þetta betur og læri af þeim mistökum sem gerð voru nú í sumar. Fyrr fer ég ekki aftur á þessar veiðar.


Góð búbót fyrir Skagamenn

Það hefur heldur betur lifnað yfir Skaganum síðan farið var að vinna hvalinn á Skaganum. Vonandi næst að veiða sem mest af þeim dýrum sem leyfilegt er að veiða, en eins og í öðrum veiðiskap er það að sjálfsögðu háð veðri.
mbl.is 150 starfa við hvalskurðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lifnar yfir Hvalfirði á ný.

Þetta eru góð tíðindi að loks skuli verða framhald á því sem hófst fyrir tæpum 3 árum síðan. Þá var talað um að markaðir og ferðaþjónustu væri hætt vegna þess. En ekki virtist það nú verða raunin. Í gærkvöldi lá svo hrefnuveiðskipið Jóhanna ÁR 206 rétt norður af Akranesi. Ekki gat ég með vissu greint hvað þeir aðhöfðust, en skipið virtist vera á reki. Kannski voru þeir að skera hrefnu.


mbl.is Hvalur 9 á leið til lands með tvær langreyðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðulega illa útfærð ráðgjöf

En einusinni er komin fagleg ráðgjöf frá Hafrannsóknarstofnun um veiðar á nytjastofnum á næsta fiskveiðiári sem hefst í byrjun september. Í fyrra lagði stofnunin til veiðar á 124 þús tonnum af þorski á yfirstandandi fiskveiðiári í stað 130 þúsund. Niðurstaða sjávarútvegsráðherra var samt þrátt fyrir hörð mótmæli stofunarinar 130 þús tonn, og í vetur var það svo aukið í 160 þús tonn, þrátt fyrir en harðari mótmæli Hafransóknarstofnunar, og fullyrðingar um að allt uppbyggingarstarf fyrri ára yrði gert að engu. Þrátt fyrir þetta er ráðgjöfin nú 150 þús tonn, aðeins 10 þús tonnum minna en það sem búið er fyrir löngu að gefa út að veitt verði á næsta fiskveiðiári. Nú spyr maður er þetta fagleg tilviljun, eða bara fagleg ráðgjöf.

En hitt er svo annað mál að þrátt fyrir að ýsustofninn hafi verið metin svo sterkur fyrir 2 árum síðan að óhætt yrði að setja allan flotan á ýsu, jafnt stór sem smá skip, þá er nú svo komið að ráðgjöfin í ár er nánast bara helmingur af því sem var 2007. Ástæðan er jú sú að verulega er farið að ganga á árgang 2003, þ.e. smærri ýsuna. Það í sjálfu sér kemur ekki á óvart vegna þess að sókn í ýsu jókst ekkert smá á fiskveiðiárinu 2007-8, og þrátt fyrir það náðist varla allur kvótin í ýsuni það ár, eða 115 þús tonn. Í fyrra var svo skorið niður í ýsuni, um 12 þús tonn og nú fer ráðgjöf Hafró úr 87 þús tonnum, á síðasta ári, í aðeins 57 þús tonn.

Þetta á eftir að verða endanlegur banabiti margra útgerða smærri bátana, sem hafa geta haldið sér uppi með litlar sem engar veiðiheimildir í þorski, og sótt í ýsuna í staðin. Það þýðir bara en meiri samdráttur í greinini, þ.e. færri skip og bátar gerðir út næsta vetur.

Því finnst mér Hafransóknarstofnunn vera farin að skulda okkur útskýringar á því hvað þeir byggja sínar faglegu ráðgjöf á, og hvort menn þar á bæ hafi ekki gert sér grein fyrir afleiðingum aukinar sóknar í ýsuna til langframa, eða bara horft framhjá því.


mbl.is 150 þúsund tonna þorskkvóti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Línuskipið Sturla GK 12 í Grimsby

Siglingar fiskiskipa til Bretlands og Þýskalands hljóta alltaf að vera ævintýri. Í vetur sigldu línuskip Þorbjarnar HF í Grindavík nokkrar ferðir til Grimsby með fisk og seldu þar á markaði fyrir þokkalegt verð. Vonandi sér maður meira af þessu í sumar eða haust.


Siglingar og áfengi fara ekki saman.

Því miður eru svona mál að koma of oft uppá yfirborðið, og því miður hafa orðið alvarleg slys af þessum sökum. Viðurlög í þessum tilfellum virðast eitthvað vera gloppótt því sigling undir áhrifum ætti að kalla á langan réttindasviptir til stjórunar skipa og báta.
mbl.is Skemmtibátur strandaði við Geirsnef
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðin að stíga á ný

Eftir mikið hrap á mörkuðm undanfarnar vikur, er verð a.m.k. á ýsu að hækka jafnhratt og það féll. Þegar líður á sumarið trúi ég ekki öðru en verð á þorski fari hækkandi. Það sem af er þessu ári hafa sjómenn mátt horfa uppá meira en 30% tekjuskerðingu í þorskveiðum, vegna verðfalls og sölutregðu á útflutningsmörkuðum. Þriðjungs launalækkun er stór biti að kingja, en það rofar til með tíð og tíma.
mbl.is Verð á ýsu og karfa hækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölnir fær drátt.

Línuskipið Fjölnir SU 57 í veiðiferð, sem endaði með því að skipið var dregið vélarvana í land af aflaskipinu Sighvati GK 57.

Þegar vetrarvertíð var vetrarvertíð.

Vertíðin 1974 og skipið er Skálafell ÁR 20. Í þá daga var Þorlákshöfn ein af mestu vertíðarhöfnum landsins og er að sjálfsögðu en. Samt er hún ekki svipur hjá sjón í dag miðað við það sem þá var, og það sagði mér gamall skipstjóri Bói á Höfrungi lll (Þorleifur Þorleifsson) að það heyrði orðið til tíðinda að bátar lönduðu eftir kvöldmat, en í þá daga voru það tíðindi ef landað var fyrir kvöldmat.

Línuskipið Jóhanna Gísladóttir ÍS 7

Alltaf gaman á línu á góðum skipum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband